Skip to product information
1 of 5

others-iceland

Glasamottur, 4 stk.

Glasamottur, 4 stk.

Regular price 2.670 ISK
Regular price Sale price 2.670 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Glasamottur úr jútu, 4 í pakka. Hver glasamotta er 10 cm í þvermál og um 2 mm þykk.  

Efnið í glasamottunum er fléttað í höndunum með hefðbundnum aðferðum og þær eru framleiddar í Andulia, Bangladess, af konum sem tengjast félagslegu starfi Hjálpræðishersins á staðnum.  

Glasamotturnar eru vel til þess fallnar að vernda yfirborð gegn blettum. Þær henta vel hvort sem er undir vatnsglas eða kaffibolla.  

Júta er náttúrulegt efni, planta sem vex villt meðfram ám og vötnum í Bangladess. Hana má einnig rækta til að skapa innkomu fyrir fjölskylduna.  

Plönturnar geta orðið allt að 5 metra háar og trefjarnar henta vel í körfur, teppi og annað vegna þess hversu slitsterkar þær eru.  

Farðu vel með vöruna, þá endist hún lengi. Ef svo óheppilega vill til að það komi blettur á vöruna mælum við með því að skola undir rennandi vatni og láta þorna uppi á eldhúsbekk. Ef þörf krefur má nota smá sápu.  

View full details