Skip to product information
1 of 5

others-iceland

Stór strandtaska, blágrá

Stór strandtaska, blágrá

Regular price 10.600 ISK
Regular price Sale price 10.600 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Rúmgóð taska sem nýtist í vinnunni, skólanum, við áhugamálin og á ströndinni. Fullkomin sumartaska! 

Taskan er handgerð úr sísalhampi og málin eru eftirfarandi: botninn er um 28 cm í þvermál, hæð töskunnar er um 30 cm og opið að ofan er um 42 cm.  

Botninn er hringlaga svo taskan getur staðið. Taskan er eitt stórt hólf til að geyma það sem þú þarft að hafa með þér. Hægt er að loka töskunni með leðurfestingu á miðri töskunni. Góð leðurhandföng gera það þægilegt að hafa töskuna á öxlinni.  

Kannski þú viljir gefa töskuna sem gjöf til þín eða einhvers sem þér þykir vænt um?  

Taskan er framleidd í kvennastarfi Others í Naíróbí, Kenía. Hver taska er fléttuð í höndunum úr sísalhampi sem konurnar hafa sjálfar safnað.  

Sísaltrefjarnar eru unnar úr agave plöntunni með því að skafa hold plöntunnar í burtu og spinna í langa þræði. Þegar tilskildu magni af þræði hefur verið náð er hægt að hefja litunarferlið, áður en trefjarnar svo eru þurrkaðar og undirbúnar fyrir fléttun. Hver taska er fléttuð í höndunum og tæknin krefst styrks í höndunum, þolinmæði og nákvæmni.  

Sísal er talið slitsterkt efni og er notað í allt frá reipi til innanhússmuna.  

View full details